tisa: febrúar 2009

föstudagur, febrúar 27, 2009

Kæliskápsmorð

Í dag afrekaði ég það að mæta í alla tímana í skólanum og það á réttum tíma.
Eftir skóla skrifaði ég hreint út sagt frábæra enskuritgerð.
Ég endaði hana meira að segja á málshætti.
Ég mun aldrei ljóstra upp hvaða málsháttur það var.
En ég skrifaði hinsvegar þetta í ritgerðina mikilfenglegu:
The soldier decided to desert the dessert in the desert.
Svo glósaði ég 6 kafla í stærðfræði og hugsaði um súkkulaðiköku á meðan.
Auðvitað horfði ég líka á tíu þætti af Sex in the City.
Ég er bara stolt af mér.


Ég held að ég þurfi að myrða ísskápinn.
Það myndi ekki bítta neinu.
Hann er hvort sem er tómur.


Sprengidagurinn er búinn.
Kom og fór.
Ég var búin að hlakka til að fara í saltkjöt og baunir til mömmu lengi vel.
Mmm saltkjöt og baunir! Hugsaði ég með tilhlökkun í hjarta.
Þegar ég svo fékk mitt saltkjöt og mínar baunir fattaði ég að mér finnst það bara ekkert gott.
Ég veit ekki afhverju mig minnti að mér fyndist þetta gott.
Mikil vonbrigði.

En bollurnar voru Góðar.
Með stóru G.





tisa at 01:16

1 comments

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Hasarhetja

Mig er alltaf að dreyma að ég sé einhverskonar hasarhetja.
Fyrir tveimur nóttum var ég á flótta undan lögreglunni út af því að ég tók gísla á spítala.
Ég var sveiflandi mér milli svala í Flúðaselinu til að sleppa og dulbjó mig sem ungling með snjósleða.
Seinustu nótt var ég að aftengja sprengju í Flórída eða einhverstaðar, ég komst út í tæka tíð en sprengjan sprakk og ég var með áhyggjur af hárinu á mér.

Ég get ekki beðið eftir að vita í hverju ég lendi næst.

Jáhhh...

Systir mín er að spá í að gerast það sem hún kallar Knitting Actavist.
Ég veit ekki hvort ég á að vera með áhyggjur.

Pabbi minn ætlar að bjarga skipulagsþróun Reykjavíkur ásamt Rússanum Alexander með snilldaráætlun þeirra.

O'Halloranarnir (hehe ranarnir!) eru alveg að fara að koma! Semí alveg að fara að koma allavegana...

Bróðir minn ætlar að lana á Sæludögum í skólanum.

Smá fjölskyldufréttir.
Gaman.

Ég ætla hinsvegar að horfa á sjónvarpið á Sæludögum.
The In-Laws, Kommisar Rex og Toy Story 1 og 2.
Eintóm sæla.

Ég ætla samt ekki á árshátíðina af því að ég er fátækur partípúber.
Og svo er hún líka á Selfossi.
Skólaskemmtanir heilla mig ekki lengur.
Hvað þá skólaskemmtanir á vegum FB.

Hinsvegar hitti ég gaur í sjoppunni góðu sem sagði mér að hann væri að vinna við gæslu á skólaböllum og að fólkið sem ynni þar hirði alltaf allt áfengið sem þau gera upptækt, sem er víst ógeðslega mikið.
Nýr frami fyrir Tinnu!
Svo sagðist hann ætla að gefa mér bjór ef ég gæti giskað hvað hann væri gamall (gaurinn, ekki bjórinn).
Ég fór heim úr vinnunni með 1stk. bjór í dós.

Ó já.




tisa at 23:49

1 comments

laugardagur, febrúar 21, 2009

Febrúar.. Schmebrúar

Ég man ekki hvenær ég fékk seinast gin og tonik og mér finnst það rosalega leiðinlega.
Hvernig bragðast það aftur.
Mig minnir að það sé himneskt.

Alltaf er ég að vinna um helgar.
En ekki næstu helgi.
En núna var ég örugglega að jinxa það og verð beðin um að vinna.
Ég fæ samt ekki útborgað fyrr en á mánudegi þannig ginið og tonikið verður að bíða í nokkrar vikur.
NOKKRAR VIKUR!
Ó mæ. ó mæ.

Ég get ekki beðið eftir að Febrúar sé búinn.
Sem betur fer er hann stuttur.

Og afhverju er ekki frí í skólum landsins á BolluSprengiÖsku dögunum?
Það er hneykslanlegt.

Á þessum dögum í fyrra var ég í útlöndum (já, Ástralíu.. er samt hætt að tala um hana.. ég lofa) og gleymdi þessum dögum eiginlega bara.
Fékk enga bollu og ekkert saltkjöt... hvað þá baunir.
Mér var samt eiginlega alveg sama.
Skítsama.
En ekki núna.
Núna er ég ekki í útlöndum.
Það er rigning og kalt og ég er fátæk og bitur.
Það er ekkert rölt niður á strönd hér.
Það er keyrt í skólann á pústlausum bíl.
Mig vantar bollur til að lífga upp á tilveru mína.


Ætla að læra þýsku.


Hvar ertu sumar?



 

tisa at 12:27

0 comments

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Vindar og væl

Ég á að vera sofandi.
Afhverju er ég ekki sofandi?
Ég meina... Mér finnst fátt skemmtilegra en að sofa.
Ég stofnaði svefnfélag for crying out loud!
Núna er ég farin að kvíða því hvað verður erfitt að vakna á morgun.
Sem gerir mér ennþá erfiðara fyrir.

Ég er búin að skoða allt internetið.
Ég var næstum því farin að læra heima!
En ég ákvað að skoða allt internetið upp á nýtt.


Ég var uppgvöta nýjan hlut varðandi húsið sem ég bý í.
Þegar það er rok þá vælir húsið.
Húsið er vælukjói.


Það er ekki mikið nýtt að gerast.
Ég fer í skólann.
Stundum fer ég samt óvart ekki í skólann.
Ég fer í vinnuna.
Ekkert skróp þar.
Ég horfi á Vini.
Vinir eru að eyðileggja líf mitt.
Ég geri nánast ekkert annað en að glápa á þá.
Kem engu í verk.
Þetta er hræðilegt ástand.

Að öðru.

Æi skiptir ekki.





tisa at 01:33

0 comments

föstudagur, febrúar 13, 2009

Ávallt viðbúin

Internetið er tengt við litlu fallegu íbúðina í Logafoldinni.
Ég er hamingjusöm á ný.

Núna er ég samt í íslensku tíma 403.
Er að að hlusta á fólk flytja munnleg verkefni um Jón Hreggviðsson.
Með öðru eyranu samt.  
Ég er komin með ógeð af Jóni Hreggviðssyni.


Eftir íslenskutímann góða ætla ég að undirbúa innflutningsteiti aldarinnar.
Blása upp blöðrur og fara yfir skemmtiatriðin með töframanninum.
Setja upp borða og kaupa veitngar.
Láta plötsnúðinn fá uppdrátt af lagalista.
Setja upp froðuvélina.
Setja upp barinn og skera sítrónur.

Og ekki má gleyma dansörunum.




Lífið er bara skítsæmilegt.


tisa at 11:57

0 comments

föstudagur, febrúar 06, 2009

Skriffinnur og Pirrtinnur

Tinna er formlega flutt.
Búin að færa lögheimið.
Ég þurfti að standa í röð til að gera það.
Þar stóð ég þangað til röðin var komin að mér eins og siðmenntuðu fólki sæmir.
Þá sagði daman bak við glerið að ég þyrfti að fylla út bláa og hvíta blaðið sem væri við innganginn.
Af því loknu fékk að standa aftur í sömu röð til þess að rétta dömunni góðu blaðið svo hún gæti sett svona stimpil á það.
Þetta tók ógeðslega f****** he******* ands**** langan tíma og ég var ekki spurð um skilríki eða neitt.
Mín spurning er: Afhverju er þetta ekki hægt á netinu?
Og ef einhver segir mér að þetta sé alveg hægt á netinu mun ég láta lóga viðkomandi.
Eða færa lögheimili viðkomandi á Neskaupsstað.
Það er víst ekkert mál fyrst maður þarf ekkert að sanna hver maður er þarna á Hagstofu Íslands.

Ehh.

Ég er búin að pakka upp og koma mér fyrir.
Fyrst var svolítið erfitt að koma sér þægilega fyrir vegna húsgagnaskorts.
Það er búið að kippa því í liðinn núna og við erum með tvo sófa.
Einn sófi á mann!
Er það lífið eða hvað?

Já, guli sumarbústaðurinn okkar Evu er alltaf að verða heimilislegri.
Reyndar var mér lúmskt sparkað út í kvöld.
Ég er ekki húsum hæf þegar kemur að matarboðum.
Þannig að ég er í gráa braggaþaks endaraðhúsinu pabbans.
Pabbinn keyrir rauðan Opel.
Ég og pabbinn erum ógeðslega hipp og kúl.

tisa at 19:01

1 comments

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Tinna flytur að heiman

Moving Day!

Í dag mun ég flytja að heiman.  
En ég er þessu vön, þar sem ég hef nú semí flutt til Ástralíu áður.
Vonum bara að ég endist lengur en þrjá mánuði í Grafarvoginum.

Ég er búin að pakka aleigunni niður.
Ég kom henni í tvo kassa.
Reyndar eru fötin mín í fjórum stórum pokum.
Og meira á ég ekki.

Mig langar að snjórinn og hálkan fari.
Er í fýlu út í konung vetur eftir að svoleiðis flaug á rassgatið í hálkunni.
Núna er ég helaum og stíf.
Ekki gott ástand á Moving Day.

Ó nei.

Svo þarf ég að galdra fram eitt stykki ritgerð um bók sem ég á eftir að lesa.
Og ég þarf líka að læra að telja upp á 30 á þýsku.

Það er svolítill munur á íslensku og þýskutímum.
Ég vildi að ég þyrfti bara að læra að telja upp á þrjátíu á íslensku.




Ég er með poppkornskurn fasta milli tannanna.
Það er að gera mig brjálaða.
Og ég sem er búin að pakka niður tannþræðinum!





tisa at 12:52

1 comments